Friday, April 20, 2007

googlanlegt fólk og nöldur um daginn

Á morgun kemur stelpa að skoða herbergið, hún googlast ekki. Hvernig er hægt að treysta manneskju á tvítugsaldri sem googlast ekki. Það er dáldið eins og að vera ekki til? Mjög óeðlilegt. Þó reyndar þekki ég fólk sem passar að gúglast ekki á bloggunum sínum og svona. Ótrúlegt hvað orðið "google" eða "gúgla" einhvern er orðið mikilvægt. Að gúgla, gúglast, ógúglanlegur, auðgúglanlegur, Og afhverju í fjandanum þurfti Google að heita Google. Spurning hvort þeir hefðu skýrt sig það hefðu þeir vitað hvað þeir yrðu vinsælir.

Annars var dagurinn í dag vondur dagur. Ég vaknaði og mér var ískalt, enda hafði ég skilið eftir galopin gluggan, sem ég geri oft. En oftast skiptir það ekki máli því þá get ég farið í heita sturtu og hlýjað mér. En sturtan var með stæla þannig að það kom nánast ekkert vatn. Ég náði því aldrei að vakna almennilega. Eftir að hafa haltrað upp í skóla( einhverja hluta vegna er mér illt í tánni, held hún sé að verða skökk) þá hringir einhver "enskumælandi" frakki til að spyrja um herbergið. Eftir að hafa reynt að útskýra fyrir honum í 10 mínútur að við vildum ekki leigjanda sem væri bara í tvo mánuði var ég nánast farin að öskra af pirringi í símann. Þegar ég gat loksins lagt á og einbeitt mér að verkefninu mínu, þá hringir kona frá stúdentamiðlun þar sem við auglýstum og hringir fyrir hönd frakkans. Hann sem sagt náði því ekki eftir 10 mínútur að við vildum hann ekki. Þegar ég haltraði í vinnuna kl 3, þá komst ég að því að það var nóg að gera í búðinni. Enda hvernig getur fólk lifað það af þegar Eymundsson hefur verið lokað í 2 daga. Skortur af ritföngum, you can not survive! Kom svo heim þar sem fjórar vinkonur Jeppe sem eru í heimsókn voru að segja endalaust mikið af einkabröndurum sín á milli. Ég held að einkabrandarar séu það leiðinlegasta í heimi, ef maður er ekki partur af honum.

En nóg um nöldur, dagurinn var ekki alslæmur. Byrjaði á nýju plakati sem er ótrúlega krípí og skemmtilegt. Hef nú svo gaman að því. Annars held ég að ég sé komin með leið á meðleigjandastússinu. Er orðin leið á öllu þessu fólki sem ætlar að "book a room" og fólki yfirleitt. Er líka komin með það á tilfinningunni að við Jeppe séum ekki með sama smekk á fólki sem gerir allt eitthvað svo vonlaust. Eins og hann er nú skemmtilegur þá á hann frekar óáhugaverða vini eða kærustu. Allavega, ef einhver er ennþá að lesa, þá ætla ég að halda áfram að læra.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hahahaha!!!! sorry eins leiðinlegur og dagurinn virtist vera þá gat ekki annað en hlegið :D

22 April, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker