Tuesday, April 17, 2007

bored

Allar þessar Sci-Fi myndir sem ég er búin að vera að glápa á í tengslum við lokaverkefnið mitt eru að gera mig hálf paranoid. Raunveruleiki, óraunveruleiki, hver er annars munurinn? Ég er nægilega ímyndunarveik til að halda að ég gæti lent í þeim aðstæðum að komast að því að heimurinn okkar er í rauninni ekki til. Gæti svosum verið ágætis tilbreyting, er orðin hálf leið á raunveruleikanum mínum. Langar að upplifa eitthvað nýtt og spennandi umhverfi. Jafnvel óspennandi umhverfi myndi duga, ef það væri nýtt. Getur annars nýtt umhverfi einhvern tíman orðið óspennandi?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker