Sunday, April 22, 2007

"the search for the next top flatmate" episode 5

jeii, ég vann! Nú er ég búin að sannfæra Jeppe að íslenski strákurinn sé besti kandítatinn fyrir íbúðina, og er hann(strákurinn, ekki Jeppe) að hugsa málið og ætlar hann að gefa okkur svar á morgun. Úff, gott að þetta meðleigjandastúss er að verða búið. Hef nóg annað að hugsa um. Annars bjargaði Elín deginum fyrir mér og bauð mér í kvöldmat. Alltaf næs að kíkja í heimsókn til hennar og Bjarna og kisa litla. Svolítið eins og að taka sér frí frá heiminum.

Annars ákvað ég að taka atvinnumálin fyrir sumarið í mínar hendur. Er búin að vera í krísu yfir því hvað ég eigi að vinna við í sumar, því ég vil ekki fara á auglýsingastofu. Ætla því að halda vöktunum mínum hjá Eymundsson og reyna að vinna freelance með. Fer á morgun á fund með útgáfustjórum hjá Eddu og Sölku, til að sýna þeim möppuna mína og sníkja verkefni. Þar sem ég er egóisti þá hef ég fulla trú á að þau vilji nota mig í eitthvað sérlega áhugavert verkefni og ef ekki þá eru þau fífl og vita ekki af hverju þau eru að missa...

ég vann meðleigjandastríðið og held núna að ég geti allt :P

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker