Sunday, April 08, 2007

Gleðilega Páska

og vona ég að þið overdosi af súkkulaði. Annars hef ég bara haft það rólegt í páska"fríinu", enda aðalega eytt tímanum í research fyrir lokaverkefnið mitt. Þar sem það felst í því að horfa á góðar kvikmyndir, þá er ég nú ekkert að kvarta. Brugði þó út af vananum og fór út á land á föstudaginn, nánar tiltekið upp í Grafarvog. Fór til að heimsækja Aðalbjörgu og sjá nýju íbúðina. Þar sem hún var svo hugulsöm að flytja í sama hús og Siggi bróðir þá kíkti ég í heimsókn til hans líka. En það gekk nú ekkert áfallalaust fyrir sig að komast þangað. Strætóinn gekk vel, eða eins og strætó gengur og fór ég út hjá Spönginni. Svo byrja ég að labba til að finna Dísaborgir. Eftir að hafa labbað í hálftíma um Dísaborgir og allt Borgarhverfið og finn ekki húsið, þá hringi ég í Aðalbjörgu, sem sendi Svenna að sækja mig, enda bjó hún í Ljósavík! Já, Dísaborgir- Ljósavík, hver ruglast ekki...
Annars var þetta bara fínt kvöld, og buðu Aðalbjörg og Svenni mér í steik og alles og svo spiluðum við Scattagories sem er stórskemmtilegt spil. Svo var náttla líka gaman að sjá littlu krílin, þó mér tækist næstum að rota Telmu, hmm, ég er svo góð með börn. Hvernig átti ég að vita af þessu ljósi fyrir ofan mig!

1 Comments:

Blogger kristin said...

ég overdozaði bara á málsháttum enda borða ég ekki og hef aldrei borðað páskaegg... þykir það hinn versti viðbjóður sem til er... ég reyni samt alltaf um hverja páska, enda fæ ég alltaf páskaegg, en alltaf eru þau janf vond.... Málsháttur er allra meina bót en egg eru hin vonda bót...

08 April, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker