Thursday, April 19, 2007

"the search for the next top flatmate" episode 3

Já, sagan heldur áfram. Á hádegi í dag kom ung rússnesk stúlka til að sjá herbergið. Og hún var, jaa, hvernig get ég orðað þetta fallega...disaster. Ég þoldi ekki hvernig hún talaði( og ekki halda að ég sé að tala um rússneskan hreim því hún hafði engan), og ég þoldi ekki hvað hún sagði eða hvernig hún sagði það. ALveg hreint skelfileg, og í þokkabót virtist hún vera búin að ákveða að hún fengi herbergið. En þar sem hún vildi bara herbergið yfir sumartímann, þá gátum við notað það sem afsökun um að vilja hana ekki. En það var ekki bara ég sem meikaði hana ekki, heldur voru Jeppe og Aurora mér 100 prósent sammála. Svo átti íslensk stelpa að koma kl hálf 2, en hún lét ekki sjá sig né heyra í sér. Dónalegu íslendingar, nú er þetta annar íslendingurinn sem bailar á okkur. En það á íslenskur strákur að koma eftir hálftíma og hann er þegar búinn að hringja og staðfesta komu sína, like him allready!
Framhald af því öllu seinna í kvöld....

Annars fór ég á árshátíð listaháskólans í gær. Það var bara ágætis afþreying og ágætis matur. Fengum hnetufylltar kalkúnabringur sem voru hringskornar. Ég lét það út úr mér að mér fyndist hringskorinn matur eitthvað svo óraunverulegur og virtist það skemmta viðstöddum. En þið vitið hvað ég meina. Kjöt á ekki að vera svona fínt skorið, eða mér finnst það ekki. Svo fengum við súkkulaðidesert sem var mjög góður. Annars var bara weird að hafa árshátíð Lhí í súlnasal hótel Sögu. Passaði engan veginn. Ekki skemmtilegt umhverfi verð ég að segja.

Í sambandi við eldinn á Pravda, þá snertir hann mig nú persónulega. Auðvitað er ég leið yfir þessu öllu og sérstaklega þar sem ég eyddi 3 tímum í vinnunni áðan við að þurrka af öllum bókunum. Svo mikill reykur sem kom inn í búðina. Annars er ég kvíðin framtíðinni yfir hryllingsbyggingunni sem á sennilega eftir að rísa í staðinn. Miðað við hönnuð þá er ég ótrúlega conservative þegar kemur að arkitektúr. Finnst reyndar flest ný hús sem rísa á Íslandi óspennandi og ljót. Ef ég væri arkitekt myndi ég rísa flotta kastala og rómantísk hús með ufsagrýlum og krúsídúllum. En það er sennilega ástæðan fyrir því að ég sé ekki arkitekt...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker