Saturday, April 28, 2007

nouvelle vague

Jæja, nú eru nákvæmlega tvær vikur í útskriftarsýninguna og er ég stressuð? Já, dálítið, enda fullt eftir að gera. Verst er að stundum brýst stressið út hjá mér í hálfgerðu aðgerðarleysi, þar sem ég hjúfra mig undir sæng og gleymi mér í einhverjum þætti. Þannig hef ég verið seinustu þrjá daga og ekki gert neitt að viti. En ég hef á tilfinningunni að ég komi einhverju í verk á morgun eða hinn enda hitti ég kennarana á þriðjudaginn og þá er betra að vera komin með eitthvað gáfulegt.

Annars fór ég á Nouvelle Vague tónleikana í gærkveldi. Þar sem þetta er ein uppáhalds hljómsveitin okkar á heimilinu þessa stundina, þá fannst Jeppe sárt að ég kæmist ekki vegna peningaleysis og gaf mér tónleikana í afmælisgjöf. Og þetta voru FRÁBÆRIR tónleikar. Þar sem hljómsveitin spilar mjög róleg lög, þá bjóst ég ekki við neinu svakalegu stuði, en ég hafði rangt fyrir mér. Söngkonurnar tvær í hljómsveitinni eru bara svo ótrúlega flottar og sjarmerandi og syngja svo vel að það er ekki hægt annað en að hrífast með. Bara með betri tónleikum sem ég hef farið á. Jæja, en þetta ætti allavega að láta fólk vita að ég á afmæli á morgun og býst ég við mörgum kveðjum :) Ég verð 24 ára fyrir þá sem muna það ekki ;)

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli hún Fanney
Hún á afmæli í dag !!! JEY !

Innilega til hamingju með daginn sæta mín ! Njóttu hans í botn.

Kossar og knús :*

Gyða

29 April, 2007  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með ammælið í gær elsku Fanney


ingunn

30 April, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker