tannsasögur
Annars fór ég á Kentucky með Stine og tannsavinkonum hennar áðan. Að sjálfsögðu heyrir maður skemmtilegar sögur úr tannlæknalífinu og var ein stelpan ekki í góðu skapi. Málið er það, að hún hafði verið að vinna í þrjá daga að gullkrónu fyrir einn sjúklinginn sinn. Svo í dag þegar hún ætlaði að fara að setja hana í manninn, þá gleypir hann óvart krónuna. Hún sér því þriggja daga vinnu og ja, dýra gullkrónu fara ofan í aumingja manninn. En kennararnir eru víst ýmsu vanir og hafa lent í svipuðu. Því er maðurínn núna heima að bíða eftir að krónan skili sér út með kúknum, og svo fer krónan í dauðhreinsun og verður aftur sett upp í hann. Já, ég ætla að passa það að lenda ekki í þessu, ef ég þarf einhvern tíman að fá krónu :/