fjórði "meðleigjandinn"
Hafði hugsað mér að baka í dag, en væmnisskapurinn á eldhússvæðinu er of mikill fyrir minn smekk. Jeppe og kærastan hans sitja í sama anskotans sætinu og spila væmin lög á píanó. Helst ekki lengi við í kringum svoleiðis fólk, þannig að ég lokaði mig af inn í herbergi. Annars er ég orðin ansi þreytt á að hafa kærustuna hans Jeppe alltaf hérna. Hún hangir hérna þegar hann er ekki heima, og í gær var hún meira að segja með vinkonu sína í heimsókn. Langar helst að segja henni að drullast heim til sín eða þá allavega að fara að borga leigu, en ég get það víst ekki. Finnst hún ekkert sérlega skemmtileg, voðalega ljúf og góð stelpa en óhemju óspennandi að tala við og væmin.Vona að þau hætti saman bráðum. Er ég vond að hugsa svona...
4 Comments:
uss það er eins gott að sumir séu nú ekki að lesa bloggið þitt...þá meina ég meðleigjandinn...hahahaha
kveðja Guðbjörg
þau tala hvorug íslensku :D
ætlaði að skrifa á ensku en taldi öruggara að skrifa á íslenskunni.. okey allt í lagi að vera kannski stundum hjá kærastanum,en þegar hún er farin að bjóða vinkonum sínum í heimsókn.. þá á bara að berja í borð og veggi og segja nei nei hingað og ekki lengra..
hahaha já ég skil þig mjööög vel :)
(Kolla x-roomy ;) )
Post a Comment
<< Home