enn og aftur eurovision
Sá myndbandið fyrir framlag okkar Íslendinga í Eurovision áðan. Hmm, lýst nú ekkert rosalega vel á það. Minnti mig eiginlega bara á Evanesance-myndband eða eitthvað álíka vælurokksdrama. Þjáður söngvari í fögru landslagi. Ísland lítur þó afskaplega vel út í þessu blessaða videoi, kannski við fáum stig frá náttúruunnendum.
1 Comments:
það líka vantaði rauða (eld)hárið... með hárinu tryggjum við okkur 12 point hjá Írum, ég trúi bara ekki öðru
kristín gud... ekki rauðhærð samt
Post a Comment
<< Home