Wednesday, March 14, 2007

pennipenn

Ég er komin með vinnu með skólanum. Byrja á morgun í Pennanum austurstræti. Held það verði bara fínt. Verð að vinna þrisvar í viku frá 3-7. Svo er plús að ég fái 25% afslátt af bókum, kemur sér vel hvað varðar áramótaheitið mitt ;)
Annars er stór dagur á morgun. Er með dáldinn hnút í maganum. Á að fá að vita hvaða einkunn ég fékk fyrir BA ritgerðina mína. Er voðalega hrædd um að mér hafi ekkert gengið of vel, að þetta sé ekki nógu fræðilegt hjá mér. Kemur í ljós. Veit þó að ég náði, því að þeir sem náðu ekki hafa þegar fengið að vita það. En það væri svekkjandi að fá undir 7 fyrir ritgerð sem maður hefur unnið svona lengi að. Jæja, kemur allt í ljós á morgun og hver sem einkunnin er þá er það búið og gert. Annars ætti ég að fara að sofa. Þarf að vakna snemma í fyrramálið. Stine ætlar að taka myndir af tönnunum mínum og athuga hvort þær séu mjög skemmdar. Kosturinn við að hafa tannlæknanema á heimilinu ;)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker