Sunday, March 18, 2007

enn ein helgin

Það gerðist nú ekkert rosalega mikið um helgina. Fór á Sirkus á föstudaginn og á Prikið í gær. Bæði kvöldin voru full af dansi, full af fólki og bara full. Annars fór ég í Krónuna í gær, búðina sem er við JL húsið. Held að þeir séu í smá starfsmannakrísu þar. Allir strákarnir sem unnu á kössunum voru ca 12-13 ára. Nú haldiði að ég sé að ýkja. En nei, þegar strákar eru lágvaxnari en ég( sem er 157cm) þá eru þeir ekki búnir að fermast. Þetta voru börn. Er ekki frá því að strákurinn sem ég afgreiddi hafi verið með smá hor...

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæhæ !!

Innilega til hamingju með BA ritgerðina :D

Gott að þú varst ekki með fullt af skemmdum !

Knús :*

Gyða

18 March, 2007  
Anonymous Anonymous said...

Heyrðu Fanney. Ég hef séð þessa litlu stráka. Þetta jaðrar við barnaþrælkun að þeir séu að vinna svona..við förum saman einn daginn og frelsum þá og hvetjum þá til að njóta barnæskunnar og fara út að leika ingunn

19 March, 2007  
Blogger Esther said...

Fanney, ég trúi ekki að þú skulir ekki bera meiri virðingu fyrir dvergum en svo að þú traðkir svona á þeim á blogginu þínu.

22 March, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker