Thursday, March 15, 2007

Langur dagur

Í gærkvöldi átti ég erfitt með að sofna. Ástæðan er sú að ég vissi að daginn eftir(sem sé í dag)væri ég að fara til tannlæknis í fyrsta skiptið í 10 ár, að fá einkunnina mína fyrir BA ritgerðina og svo fyrsti dagurinn í nýrri vinnu.

Stine tók mig í skoðun í morgun og var útlitið alls ekkert svo slæmt. Vegna mikils dálætis míns af kóladrykkjum þá bjóst ég við hiroshima í munninum á mér, en nei, það þarf ekki að rótafylla neitt. Aðeins pínkuholur sem þarf að laga og svo taka tvo endajaxla.

Eftir það fór ég upp í skóla þar sem ég fékk BA ritgerðina mína til baka. Ég fékk nú ekki nema 7 fyrir hana, en er samt ágætlega sátt. Fékk nokkuð góða umsögn, en gallinn var að ég vitnaði ekki nógu oft í heimildir.

Svo var fyrsti dagurinn minn í vinnunni. Var orðin bara nokkuð riðguð í afgreiðslustörfunum, en ég hef ekki unnið við afgreiðslu í þrjú ár. En mér líst bara nokkuð vel á þetta og ég held að Penninn í Austurstræti sé staðurinn þar sem allir koma á, því ég rakst á 5 manns sem ég þekki.

Endaði svo daginn með því að kíkja í heimsókn til mömmu gömlu, en hún varð 63 ára í dag. En mér líður dáldið eins og ég sé 63 ára í augnablikinu, enda drulluþreytt eftir langan dag, þannig að ég kveð bara að sinni.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker