Sunday, March 11, 2007

ævintýri

Ein bekkjarsystir mín sagði mér ótrúlega skemmtilega útgáfu af Öskubusku um daginn. Öskubuskusögur eru til út um allan heim og í Frakklandi voru birtar tvær útgáfur af sögunni á 18.öld. Önnur útgáfan var mjög hefðbundin og eins og við eigum að venjast. Hin útgáfan er aftur á móti talsvert öðruvísi.

Þar segir af Öskubusku sem missti skóinn sinn eftir dansleikinn og prinsinn finnur hann. En í þessari útgáfu er prinsinn með skó-fetish og er hann alveg heillaður af þessum littla og netta skó. Í marga daga á eftir var prinsinn heillaður af skónum og hugsaði ekki um neitt annað. Konungshjónin urðu mjög áhyggjufull yfir þessari undarlegu hegðan arftakans, og kölluðu á lækni. Læknirinn gat nú ekki gefið mikla skýringu á þessu og sagði því að prinsinn væri ástfanginn. Því fara konungshjónin í leit að eiganda skósins til að leysa þetta vandræðamál. Finna þau fyrir Öskubusku og koma á brúðkaupi. Prinsinum var nokkuð sama um þetta, enda myndi hann með giftingunni tryggja sér fullan skáp af nettum skóm ævilangt. The End.

Verð að segja að mér finnst þessi útgáfa í rauninni talsvert raunverulegri. En nóg um Öskubusku. Ekkert markvert að gerast hjá mér svosum, bara skóli og stöku djamm. Fór í gær í mat hjá Rögnu, partý hjá Birnu og svo á Kaffibarinn. Hitti því miður ekki Leonardo Di Caprio, en svona er lífið. Ágætis kvöld samt sem áður.

Keypti hönnunarbók Marsmánaðar í dag. Fyrir þá sem ekki vita, þá er áramótaheitið mitt að kaupa eina hönnunarbók eða flotta bók í hverjum mánuði. Í þetta skipti skellti ég mér á bókamarkaðinn með Hebba og keypti tvær fallega myndskreyttar bækur. Abarat og Kóralínu. Báðar skemmtileg ævintýri með flottum myndum.



0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker