Wednesday, March 07, 2007

Bubbles

Flestir leikjaunnendur ættu að þekkja leikinn Bubbles, ef ekki, þá er þetta vinsælasti leikurinn á Leikjaneti. Leikurinn er afskaplega einfaldur en ávinabindandi, og snýst um það að sprengja kúlur. Fyrir einu og hálfu ári síðan varð ég ákaflega háð þessum leik og eyddi miklum tíma í að spila hann. Svo mikil áhrif hafði leikurinn á mig, að það kom jafnvel fram í því verki sem ég var að vinna að á þeim tíma. Það var að vísu algjörlega óafvitandi, en fyndið. Eftir það ákvað ég að kúpla mig frá þessum leik. Því miður hef ég undanfarna daga farið að spila leikinn aftur. Varð ég dáldið skelkuð, þegar ég uppgötvaði að ég væri "dottin í Bubbles" aftur. Sá fyrir mér að lokaverkefnið mitt yrði undir miklum innblæstri frá Bubbles, sem er dáldið hallærislegt. En svo fattaði ég áðan, að það er hreint ekki eins slæmt og ég hélt. Því þetta er svo einfaldur leikur, að manni gefst mikill tími í að hugsa á meðan. Núna er ég meðvituð um áhrifin sem þetta gæti haft á verkin mín, svo að ég get forðast það. En annars virkar leikurinn nánast eins og hugleiðsla á mig. Svipað og að skera grænmeti. Ef að ég er þreytt og þarf að koma lag á hugsanir mínar, þá fer ég og elda eitthvað með miklu grænmeti í, helst grænmetislasagne eða eitthvað. Því að það að skera grænmeti krefst nákvæmlega engrar hugsunar, eins og Bubbles. Læt fylgja með til gamans mynd af frímerkinu sem ég var að hanna þegar ég var alvarlega háð bubbles. Vil samt taka fram að hvíti ramminn á ekki að vera :)

1 Comments:

Blogger Esther said...

Fyndið! Hehehe.
En já, Bubbles er allra meina bót. Bætir, hressir, kætir.

07 March, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker