Thursday, March 01, 2007

rúmið mitt og dularfulla emailið

Fyndið, var að skoða emailin mín áðan, og einhverra hluta vegna er eitt emailið frá skólanum sent 8.1.1970!!! Hversu kúl er það, ætla ALDREI að henda þessu emaili. Talandi um fyndið, þá fór ég með Stine og vinkonum hennar á fyrsta kvöldið af fyndnasta manni Íslands. Það var mjög misfyndið, en ég tók eftir því að það virðist trend hjá keppendum að tala um kvenfólk og kynlíf. Eða er það ekkert trend? Veit það ekki, er ekki inn í grínbransanum. Verður dáldið þreytt til lengdar, þó að sumir kæmu með góða punkta. En skemmtilegast var þó þegar alvöru starfandi grínistarnir komu með eitthvað sniðugt á milli atriða keppenda. Svona til að láta keppendurnar líta illa út. En þetta var ágætis afþreying, þó að hún Stine skyldi ekki allt greyið, enda ekki velsjóuð í íslenskunni. Já, annars eru dagarnir bara nokkuð rólegir, er ennþá að fagna endurfundunum við rúmið mitt. Góðir tímar þar. Þeir sem segja að það sé tímasóun að sofa, ættu einfaldlega að fá sér betra rúm. Skemmtum okkur alveg konunglega, ég og rúmið mitt. Eða þá að þetta fólk ætti að fá sér annan heila, allavega er svaka stuð hjá mér og heilanum mínum í góða rúminu mínu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker