Sunday, March 25, 2007

fjaðrir

Dagar mínir eru fullskipaðir þessa dagana. Á föstudaginn fór ég í afmæli til Sigursteins í arkitektúr, og var það alveg stórskemmtilegt. Svo langt síðan ég hef farið í afmæli, var búin að gleyma að maður fær pakka, sem gerir það að verkum að hugsanlega held ég upp á afmælið mitt þetta árið ;). En föstudagskvöldið var afskaplega skemmtilegt og kem ég ekki heim fyrr en undir morgun. Gærdagurinn fór að mestu í þynnku og alveg gífurlega mikinn hausverk, þannig að kvöldið var nú bara rólegt og fór snemma í rúmið. Enda þurfti ég að vakna snemma í morgun til að gera ritgerð um fjaðrir í tísku. Segi ykkur að það er ekki eins auðvelt og það hljómar, mjög erfitt að finna heimildir um þetta efni. Líka erfitt því maður missir sig í að skoða myndir af Belle Epoque og Flappers sem eru ótrúlega skemmtileg tímabil tískulega séð. Fyrir þá sem ekki vita, er Belle Epoque tímabilið frá upphafi 20.aldarinnar og fram á fyrri heimstyrjöld. Þetta er eitt versta tímabil fyrir konuna tískulega séð, því hún var neydd til að vera í korseletti sem gerði mittið örmjótt og fetti á henni bakið. Svo var hún með stóran hatt og var oft stífing í kraganum á blússunni hennar til að halda uppi á henni höfðinu. En fjaðrir voru mikið notaðar á þeim tíma og var næstum því búið að útrýma strútsstofninum. FLappers er nafnið á ungum konum in the 1920s, sem er held ég eitt flottasta tímabil tískulega séð sem ég veit um. Ungar ógiftar konur ákváðu að losa sig við korselettið og klæðast kjólum sem voru miklu lausari í sér. Þær lifðu fyrir hvern dag fyrir sig og fóru út að dansa á hverju kvöldi. Kvennahreyfingin er að koma upp á þessum tíma og konan hafði talsvert meira frelsi en hafði áður tíðkast. Tví-og samkynhneigð þótti ekkert tiltökumál, konur byrjuðu að reykja og drekka og klipptu hárið stutt. Manni finnst skrítið hvernig þetta fór allt aftur á bak aftur. En fjaðrir voru mikið í tísku þarna líka.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker