Tuesday, March 27, 2007

tannsasögur

Ég fór í endajaxlatökuna í gær og ég fékk að eiga tönnina! Jeiii...reyndar var bara önnur tönnin tekin, en hin verður tekin á mánudaginn. Líður bara vel og stóð mig eins og hetja í stólnum. Fannst reyndar bara pínku gaman á tímabili, því hann var með svona stóra töng og var að jugga tönninni til og frá og ég gat ekki annað en hugsað að ég hefði viljað að vera gera þetta við einhvern annan. En næsta skipti verður víst verra, því þá þarf að skera í tannholdið og fræsa beinið sem hljómar ekkert sérlega vel. Þá verð ég líka aum í marga daga á eftir.

Annars fór ég á Kentucky með Stine og tannsavinkonum hennar áðan. Að sjálfsögðu heyrir maður skemmtilegar sögur úr tannlæknalífinu og var ein stelpan ekki í góðu skapi. Málið er það, að hún hafði verið að vinna í þrjá daga að gullkrónu fyrir einn sjúklinginn sinn. Svo í dag þegar hún ætlaði að fara að setja hana í manninn, þá gleypir hann óvart krónuna. Hún sér því þriggja daga vinnu og ja, dýra gullkrónu fara ofan í aumingja manninn. En kennararnir eru víst ýmsu vanir og hafa lent í svipuðu. Því er maðurínn núna heima að bíða eftir að krónan skili sér út með kúknum, og svo fer krónan í dauðhreinsun og verður aftur sett upp í hann. Já, ég ætla að passa það að lenda ekki í þessu, ef ég þarf einhvern tíman að fá krónu :/

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Enn vandræðalegt fyrir aumingja kallinn! :O

27 March, 2007  
Blogger kristin said...

ég var 8 tíma í tannsa stólnum þegar mínir 4 endajaxlar voru teknir, með skurðum,fræsum og tennur brotnar svo hægt væri að taka þær... en ég allavega veit hvernig fílamanninum leið í nokkra daga ... alltaf að líta á björtu hliðarnar.... ég fékk samt ekki að eiga mína hmmm

28 March, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker