Saturday, December 23, 2006

þorláksmessa

Í dag hefði ég átt, samkvæmt hefðinni að vera hoppandi og skoppandi af jólaskapi. En eitthvað gerðist þetta árið, sem veldur því að jólin voru allt í einu komin og ég fann ekki fyrir því. Yfirleitt hefur það að labba niður laugaveginn á þorláksmessu og hlustað á lúðrasveitir og fengið tár í augun af hamingju gert útslagið, en ekki í þetta skipti. Ég snéri bara upp klapparstíginn og lét alla jeppana úr grafarvoginum sem skyndilega gerðu innrás í miðbæinn fara í taugarnar á mér. Kannski er ég að verða fullorðin? Eða er ég kannski bara orðinn fýlupúki?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker