Friday, December 29, 2006

um svefn og internetið

Eitt það skemmtilegasta og þægilegasta og yndislegasta sem ég geri er að sofa. Ég á yndislega þægilegt rúm með tveimur sængum og 3 koddum og það er vel staðsett undir glugga(því ég vil hafa ískalt og ótrúlega ferskt loft í herberginu mínu). Samt er ég svo oft að þrjóskast við það að fara að sofa. Það eru alltaf öfgar í þessu, annaðhvort sef ég alltof mikið, eða ég hangi langt fram á nótt við að, hvað, hanga á netinu! Hvers konar lúði er ég? Ekki það að ég hafi neitt sérstakt að gera, ég tékka bara á meilinu og myspace á klukkutíma fresti, þó ég eigi ekki von á neinu meili eða skilaboðum. Ég skoða öll blogg hjá öllu mögulegu fólki sem ég þekki, þó ég hafi engan áhuga á því hvað er að gerast hjá þeim. Og ef illa fer fer ég að gúgla öllu sem mér dettur í hug eða les eitthvað rugl á wikipediu. Er þetta dæmi um að vera internetfíkill, eða hef ég bara alltof mikinn tíma í þessu jólafríi?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker