Wednesday, December 20, 2006

allt að verða vitlaust

Veit ekki hvað gengur á, held að tölvan mín og internetið eigi í stríði. Þessi nýji server, sem ég var nú farin að sætta mig við er að gera mig geðveika, og vírusvörnin mín hann Gísli Marteinn er líka að gera mig geðveika. Allar síður á internetinu virðast vera stórhættulegar og núna virkar msn-ið ekki heldur. Held það eigi að eyðileggja fyrir mér jólin :(
Annars ákvað ég að vera súper spontant í gær og pantaði mér flug til Berlínarborgar 19.febrúar. Stóðst ekki heita pottinn hjá Express, enda fékk ég flugið aðra leiðina á 6000 kr með sköttum og forfallatryggingu og þar sem ég átti 5000 kr ferðaávísun, þá má segja að ég hafi fengið flugið frítt. Þarf því bara að bíða í 2 mánuði eftir að komast í frí frá klakanum. 2 mánuðir sem verða leeeeengi að líða, eða ekki þar sem ég hef alltof mikið að gera í skólanum. Annars má þess geta að ég skilaði því sem skila þurfti fyrir BA ritgerðina núna, og vonandi bara að hann Aðalsteinn verði alveg 2 vikur að fara yfir þetta, svo ég geti slappað af í jólafríinu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker