Monday, December 11, 2006

steinakökur

Eins og áður hefur komið fram, þá er ég búin að vera ansi dugleg að baka undanfarið. En verð að segja að baksturinn hefur tekist misvel. Gleymi ekki ógeðslegasta súkkulaðikremi sem nokkur manneskja hefur búið til, og svo í dag bjó ég til steinakökur. Reyndar áttu þetta að vera mjúkar og girnilegar súkkulaðibitakökur, en enduðu sem grjótharðir sykurklumpar, voru nákvæmlega eins og kökurnar sem Hagrid bakaði alltaf og tróð ofan í Harry Potter og félaga.
Annars er ég búin að eyða helginni í "rugl", rall bæði á föstudag og laugardag, kolaport og bókasafn(þ.e ekki ritgerðarbækur,hehe) og kökuát hjá mömmu í gær og svo deginum í dag eyddi ég í hangs með Aðalbjörgu. Verst er að ég á að skila 1800 orða ritgerð fyrir siðfræði á morgun kl 3 og er ekki byrjuð, vúpsí. EKki að það sé neitt nýtt hjá mér að gera ritgerðirnar á seinustu stundu og alltaf reddast þetta einhver vegin. Aðal atriðið að ég nái kúrsinum. Annars er það svo skrítið að mig hlakkar til að gera hina ritgerðina sem ég á að skila fyrir heimspeki og hönnun á fimmtudag. Er búin að vera að hugsa um hana í meira en viku, en samt ekki byrjuð því að ég ætlaði að gera hina ritgerðina fyrst, haha, alltaf er maður jafn bjartsýn. En ég hef ekki áhyggjur af henni, geri hana bara á miðvikudag og svo fæ ég nokkurn veginn frí, jibbí.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker