Monday, December 04, 2006

bjartari dagar

Eftir alltof langan nóvember, þá virðist ég vera að vakna á ný. Ástæða, kannski kæruleysi og mikið fyllerí um helgina, desember og jólaskreytingar, kannski allt tvinnað saman. Fór í sund áðan, ótrúlega hressandi og róandi í senn. Skrítið hvernig maður er allt í einu í öðrum heimi, svona ofan í vatninu, svo mikil þögn og birtan svo falleg, svo kemur maður upp aftur, og maður finnur aftur fyrir raunveruleikanum. Er full af hugsunum um óraunveruleikann í raunveruleikanum, held ég skrifi um það ritgerð fyrir heimspeki og hönnun. Eins og ég hata ritgerðir, þá hlakkar mig til að skrifa þessa. Videoið mitt virðist vera að koma saman, held það verði nokkuð fallegt, kannski maður pósti því á youtube og öðlist frægð og frama, eða bara pósti því á youtube. Kemur í ljós. Er farin að þrá að fara til Berlín, bara í viku, slaka á, hitti vini mína, komast af Íslandi. því meiri tíma sem maður eyðir frá Íslandi, því meira þráir maður að fara frá því. Sakna samt alltaf Íslands þegar ég er búin að vera lengi úti. En það endist yfirleitt ekki lengi. Ætla að reyna að fara út í Febrúaar, eftir BA ritgerðarskilin, þrátt fyrir að hafa ekki efni á því. Reload, svo ég geti gert flott lokaverkefni. bæ í bili.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker