Saturday, December 09, 2006

Endurheimt 105

Í gær var partí í skólanum, í 105, sem var gaman. Höfum ekki mátt halda partí þar þennan vetur, en í gær var gerð undantekning, sem þýddi talsvert meiri mætingu, heldur en hefur verið þennan vetur. Fórum svo í bæinn, nánar tiltekið á kaffibarinn, og var bara mjög gaman. Helga var þar líka, en hún var orðin dáldið óstöðug um 3 leitið, þannig að ég krafðist þess að labba með hana heim, þess má geta að hún á heima í skipholti hjá Pítunni, þannig að ef ég er ekki besta vinkona í heimi, þá veit ég ekki hvað. Labbaði með hana heim, svo labbaði ég til baka, og ég var ekki komin heim fyrr en að verða 5! ÞEss má geta að það tók ekki nema 20 mín að labba til baka frá Helgu.
Í gær hitti ég leiðbeinandann minn, hann Aðalstein INgólfsson í fyrsa skiptið. Kom mér skemmtilega á óvart, að hann er mikill áhugamaður um pólsk plaköt og veit bara ansi mikið um þau. Enda var hann ekkert smá spenntur að einhver skildi ákveða að skrifa um það BA ritgerð. Í dag, hefst "jólafríið" mitt, og hyggst ég eyða helginni í algjört rugl, og láta alvöru lífsins, þ.e ritgerðarskrif hefjast á mánudaginn. Það er það minnsta sem maður getur gert :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker