ljúfa líf
Dagar mínir á heimaslóðum hafa nú bara verið ansi ljúfir, þrátt fyrir þetta viðbjóðslega veður. Var búin að gleyma hvað það er dimmt á daginn hérna á Íslandi, og hversu klikkuð rigningin er. Bardzo intensewny pada deszsz, myndu pólverjarnir segja, en sennilegast skrifa það öðruvísi ;) Er búin að hitta flesta vini mína held ég, en aftur á móti eytt minni tíma með fjölskyldunni, en hei, þau eiga mig öll jólin! Hef eytt miklum tíma í að hjálpa öðru fólki að velja jólagjafir, enda er ég sérlega góður jólagjafaráðgjafi. Þó ég gefi nú ekkert merkilegar gjafir sjálf í ár. Svo er ég búin að ná að sjá Abbababb, Mary Higgins Clark og Nix Noltes í búðunum. Nix Noltes kom einmitt út í fyrradag, mæli með því að allir kaupi þennan frábæra disk! En já, svosum ekkert merkilegt að segja, ég nýt þess bara að sofa til 11 og hangsa...
1 Comments:
ohh, ég get ekki beðið eftir því að komast héðan úr kuldanum og í hlýjuna á Íslandi! Það er alveg svakalega kalt og ég er stanslaust með einhvern sultardropa á nefinu.
Post a Comment
<< Home