Friday, December 14, 2007

föst i köben

Samkvæmt áætlun hefði ég átt að vera að labba inn í flugvélina sem myndi flytja mig heim. En nei, haldið þið ekki að íslensk náttúruöfl hafi ákveðið að hleypa mér ekkert heim strax. Fékk sms snemma í morgun, um að áætluðu flugi hafi verið seinkað um 3 tíma, og svo kíktum við á netið og það stendur núna að ég fljúgi ekki fyrr en kl 5 í kvöld. þannig að við vonum að ég komist heim í dag. Eina góða, er að ég fæ að slappa af og hangsa með Rögnu, því hún þarf ekki að fara að vinna fyrr en kl 3 í dag. Annars bara búið að vera gaman hérna, Kaupmannahöfn er skemmtilegri heldur en ég hafði ímyndað mér. Fórum út að borða í gær með fleira fólki, því miður var maturinn ekkert sérstakur, og alltof lítið af honum, og allt overpriced. En þetta var experience í anda Völu Matt. Því hún hefur víst fjallað um þennan stað. Jább, hann var það tilgerðarlegur. En núna erum við glorhungraðar og ætlum að finna okkur eitthvað almennilegt æti, með fleiri en 3 bitum á disknum!

1 Comments:

Blogger Sölvinn said...

Við Jeppe opnuðum bjór fyrir þig. Erum í eldhúsinu. ; )

Nei, nei. En vertu í bandi.

14 December, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker