Sunday, December 09, 2007

tískusýning ASP

Fór áðan með Mögdu á tískusýningu sem vöruhönnunardeild listakademíunnar hélt. Það er ekki fatahönnunardeild þar, en vöruhönnunin er samt sem áður að gera föt, og ekki góð föt. VIl ekki vera leiðinleg, en þetta er án efa lélegasta tískusýning sem ég hef farið á. Bæði voru fötin óspennandi, ófrumleg og leiðinleg, þá voru módelin ótrúlega léleg líka. Enginn þeirra gat labbað almennilega og voru of mikið að dilla mjöðmunum og reyna að vera sexí, en urðu eiginlega bara hlægilegar í staðinn. En þetta var samt sem áður hin besta skemmtun. Annars bjóst ég svosum ekki við mjög spennandi fötum, miðað við hvað Krakábúar eru leiðinlegir í fatavali. Hef samt tekið eftir því hvað konur eru rosalega vel stíliseraðar frá toppi til táar, allt passar rosalega vel saman. En mér finnst tískan samt sem áður ekkert sérstök, meira lagt upp úr því að vera sexí heldur en kúl, og verður þar af leiðandi oft dálítill eurotrash fílingur í þessu. Eeeeen,pólskar konur mega eiga það að vera ekki hræddar við að vera með flottar klippingar! En annars er mig farið að hlakka rosalega til að koma heim, hitta alla og fá að tala íslensku og ekki læra neina pólsku í tvær vikur!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker