Monday, December 10, 2007

Carbonarakvöld

Við vinirnir ákváðum að elda saman, eða réttara sagt Francesco, ítalinn ákvað að elda fyrir okkur alvöru pasta carbonara. Þetta var alveg fáránlega gott pasta, og ég fylgdist vel með, þannig að núna get ég galdrað fram gott carbonara. Ekki slæmt. Þetta var svo ótrúlega gaman, að á næsta ári(skrítið að geta sagt það! tíminn líður) ætlum við að bjóða hvort öðru í mat, einu sinni í viku. Ágætt að gera eitthvað svona á virkum dögum, enda flestir komnir með ógeð á herbergjunum sínum. Annars er skólinn búinn að vera ágætur undanfarið, því að kennarnir eru komnir í jólaskap og farnir að slaka aðeins á. T.d eyddum við löngum tíma í dag, bara í að syngja pólsk jólalög, svo förum við á einhverja jólasýningu á miðvikudaginn. Já, skólinn minn er á grunnskólastigi! En ég kvarta ekki, enda get ég ekki beðið eftir því að koma heim til Íslands og ekki tala pólsku í heilar tvær vikur!!! Fyrir utan sennilega öll skiptin sem fólk á eftir að biðja mig um að segja eitthvað á pólsku...

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

jeiii hlakka til að fá fanney mína aftur og bara 3 dagar þangað til :D

11 December, 2007  
Anonymous Anonymous said...

Já,það eiga allir eftir að biðja þig að segja eitthvað á Pólsku:)Svo er eiginlega orðið nauðsynlegt að kunna pólsku svo maður getið verslað í Bónus:o

11 December, 2007  
Anonymous Anonymous said...

ps,ég átti síðasta komment;)
kv,Gunni

11 December, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker