Sunday, December 23, 2007

Þorláksmessukvöld

og ég er ekki að rölta í bænum. Fór í dag að upplifa laugarvegs-jólastemminguna, þannig að í kvöld ákvað ég að hjúfra mig heima með mömmu fyrir framan jólatréð með bolla af krydduðu rauðvíni. Eiginlega bara ferlega jólalegt. Núna er ég bara að vona að það fari að snjóa glás í nótt og þá er ég fullkomnlega sátt. Hef eiginlega voðalega lítið að segja, hef eytt seinustu dögum í að vera aðstoðar-jólainnkaupamanneskja. Ég er sérlega góð í að láta annað fólk eyða peningum,það á sérstaklega við í fatainnkaupum. Fólk endar alltaf með að kaupa meira af fötum en það ætlar sér, en hei, það þakkar mér seinna! En já, ætla að klára að búa til jólakortið mitt. bæbæ.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þú fékkst sko glás af jólasnjó :)

26 December, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker