Wednesday, December 12, 2007

pakketípakk

Er loksins farin að pakka eftir að hafa eytt kvöldinu í ótrúlega góðan mat. Fór með nokkrum skólafélögum og fengum okkur sushi. Ég hef aldrei smakkað sushi áður, alltaf verið pínku hrædd við það, enda hræðir artificial looking matur mig alltaf dáldið. En maturinn var ferlega góður og veitingastaðurinn skemmtilega hannaður. Höfðum okkar eigið japanskt herbergi, og sátum á púðum á gólfinu. Þannig bara svaka stemming. Lokuðum því svo af og lágum eins og klessur á gólfinu eftir matinn. Fórum svo á annan stað til að fá okkur desert. Að sjálfsögðu! Staðurinn sem við fórum á, selur bara ís og deserta. Fékk mér cremé brulé, og endaði í einhverju sykursjokki! En þetta var allt rosa skemmtilegt, og verður ennþá skemmtilegra á morgun, þegar ég heimsæki Rögnu í Köben. Verst er að hún var að byrja í nýrri vinnu, þannig að ég þarf að bjarga mér sjálf frá 12-6, en ég ætti að geta fundið mér eitthvað til dundurs. Þannig að sennilegast verður næsta færsla bara á íslandi! Jeiiii

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Góða ferð sæta !! Hlakka til að sjá þig á Íslandi :D

KNús

Gyða

13 December, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker