Saturday, December 01, 2007

Zakopane

Fór út í gærkveldi með krökkunum. Fórum á stað sem heitir Kitch, þar sem við dönsuðum eins og brálæðingar. Staðurinn er með nokkuð fína electro-tónlist, en þó aðeins of mikil meatmarket-stemming fyrir minn smekk. Fór heim kl 3 þar sem ég fékk að sofa í fjóra tíma áður en ég þurfti að rífa mig upp til að taka rútuna upp í Zakopane. En það var þess virði, enda bærinn ótrúlega fallegur. Það var allt á kafi í snjó þar, enda bærinn staðsettur upp í fjöllunum. Við vorum þó bara í 4 tíma, þannig að dagurinn fór að mestu í hangs og labb. Keypti þó nokkrar jólagjafr...En ég ætla pottþétt að fara þangað aftur, og þá jafnvel yfir eina helgi. En núna er ég bara ótrúlega þreytt, þannig að kvöldið fer bara í rólegheit og sjónvarpsgláp, enda þarf ég að læra fyrir sögupróf á morgun.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker