Friday, May 26, 2006

hallohallo

jább, bara komin næstum vika síðan ég bloggaði síðan, ekki mér að kenna, heldur ömrulega pirrandi nettengingunni okkar. Er alltaf að detta út, er búin að vera netlaus í 3 daga!!! Líður eins og ég sé ekki með í heiminum, guð hvað það er hræðilegt að vera háður einhverju. Já, annars er þetta bara búin að vera ágætis vika. Hápunktur vikunnar var þó þegar ég, Andi, Helga og Lauren fórum í Ballhaus Mitte á miðvikudaginn. Þar er Swing kennsla kl 9, bara smá grunnur og svo Swing Ball á eftir. Það var ógeðslega gaman, við Helga erum að hugsa um að gerast fastagestir þar á miðvikudögum. Staðurinn sjálfur er líka svo töff og hefur ekkert breyst frá því fyrir stríð. Svo er líka Swing tónlist svo ótrúlega skemmtileg að dansa við. Sumir sem komu þarna, voru greinilega í góðri æfingu því þau voru þvílíkt góð, mjög gaman bara að horfa á þau.
Í gær fórum við Helga á Da Vinci lykilinn í bíó. Bíóið byrjaði kl 22:15, við komum þegar kl var akkúrat. Við hefðum ekki þurft að stressa okkur því það voru anskotans auglýsingar til kl 23!!! Og maður hélt að þetta væri slæmt heima. Við komum út úr bíóinu kl 2 og þá var lestin hætt að ganga þannig að við þurftum að taka næturrútuna sem var full af sveittum drukknum karlmönnum, því karladagurinn var í gær. Var komin heim kl að verða 3 því við þurftum að labba dáldið langt frá stoppustöðinni. Annars var myndin ágæt, þó að allt það klysjulega sem er í bókinni er mest notað. Já, alltaf gaman þegar maður ætlar að "skreppa" í bíó- tekur bara svona 5 klukkutíma.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker