Sunday, May 21, 2006

Lordi

Verð að segja að ég var bara ánægð með að Lordi vann Eurovision. Þó mér fyndist þetta nú ekkert besta lag í heimi, þá var sjóvið einstök afþreying og sýnir að hægt er að senda Anti-Júrópopp í Eurovision og vinna það.
Annars horfði ég ekki á keppnina, fór í Partí með Andi. Mjööög rólegt parti, fólk var bara þarna að spjalla og svo byrjar einhver hljómsveit að spila. Þau spiluðu bara róleg coverlög, og mér fannst það ekkert sérlega frábært. Þegar hljómsveit nær að láta "It´s summertime" með Kinks og "Hello" með Lionel Richie hljóma alveg eins, þá tel ég þá ekki vera að gera góða hluti. Þegar ég var alveg við það að sofna úr leiðindum þá lét ég mig hverfa og svaf bara ansi vel.
Annars er hundleiðinlegt rok úti, en ég ætla að drífa mig út og taka myndir. Þarf að taka fullt af ljósmyndum fyrir morgundaginn, en þær mega ekki vera abstrakt. Það fyndna er að við eigum svo að nota þær fyrir frímerki, sem við vitum ekki þemað á. Þetta verður því mjög athyglisvert, en mér finnst það dáldið gaman.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker