Friday, May 05, 2006

fashion illustration

Loksins kom að því að ég fengi góða kennslu í fashion illustration. Kennslan í Lhí, er voðalega svona misjöfn, tala nú ekki um hrokagikkinn og monntprikið hann Sebastian sem kennara,ahhhhh, get ekki hugsað um það. Allavega, fór með Helgu áðan í þennan fashion illustration kúrs, og verð að segja að þetta er í fyrsta skiptið sem mér líður virkilega að ég sé velkomin í þessum skóla. Kennarinn og hinir nemendurnir voru yndislega næs og töluðu öll ensku allan tímann bara fyrir okkur :). Kennarinn líka mjög góður og við erum með alvöru módel. Fáum líka að vinna myndirnar áfram þarna, ekki bara skissa, heldur megum líka taka þetta inn í tölvuna og flippa nógu mikið. Veit að ég á eftir að læra mikið í þessum tímum, lærði heilmikið bara í fyrsta tímanum.
Fór svo í Ikea. Stórt Ikea. Stærra en heima. Líka óskiplegra en heima og lengst út í rassgati. Fór með Helgu og meðleigjenda hennar Linu. Keypti svona hitt og þetta fyrir herbergið, 6 metra geðveikt flott efni sem ég ætla að nota sem gardínur. Verst að þegar ég reynda að setja þetta upp áðan, dáldið erfitt þar sem lofthæðin er ca 4 metrar. Notaði hin ýmsu trikk, sem hefðu virkað, hefði vírinn ekki verið svona illa settur í, þannig að hann hrundi niður. Vúpsí. Eigandi íbúðarinnar býr nú bara í íbúðinni við hliðina á, og deilir með okkur svölum, þannig að hann fær sko að laga þetta. Keypti líka handklæði, er búin að vera í allsvakalegri handklæðakrísu, týndi einu á hosteli og er búin að vera að þvo hitt endalaust. Hmm, keypti líka ódýran lampa, alveg eins og ég á heima, en hann er ódýrastur og lýsir svo fínt. En skemmtilegast var þó að koma í matardeildina. Selja svona sænskar vörur og við Helga eigum svo eftir að koma þarna aftur. Fann t.d Maruud snakk með sýrðum rjóma og lauk, uppáhalds snakkið mitt sem fæst hvergi hérna. Voru líka til Gille kökur, sem ég borðaði mikið af í álandseyjum, besta kex í heimi, svo var líka til saltlakkrís, eitthvað sem virðist ekki vera til hérna, allavega geri ég alltaf stórkostleg mistök þegar ég reyni að kaupa saltlakkrís, ekki gott.
Á morgun er ég að fara að hitta Tönju. Við ætlum að sjá sýninguna "Melancholy-Genius and Madness in Art" sem á að vera eitthvað voðalega flott sýning. Verður gaman að fara á eitthvað safn, er ekki alveg búin að vera nógu dugleg í þeim pakka síðan ég kom. Það er bara svo leiðinlegt að þurfa að hanga í einhverri geðveikislegri röð. Ömurlegu túristar, því auðvitað er ég enginn túristi, núna bý ég hérna ;) Það verður örugglega sérstaklega hrikalegt á morgun, en það verður bara að hafa það. Verður bara gaman að hitta Tönju aftur.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

þoli ekki ikea :(:(:(

annars kíktu á síðuna mína, þá síðu sem er í vinnslu.... allt að koma haa...

G. Berg Thorlaks.

05 May, 2006  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker