Hans Dieter
Mmm, hvað þetta var yndislegur dagur. Sólin skein og við Helga nýttum okkur tækifærið og höngsuðum bara. Fórum á markað í Mauer Park, sem er bara besti staður í heimi. Þetta er risastór garður, þar er yndislega skemmtilegur markaður á sunnudögum, fullt af skemmtilegu dóti, svo er hægt að kaupa crepes og ís og bratwurst(sem ég hef ekki ennþá fengið mig til að smakka) og bjór og bara allt. Svo er nóg pláss eftir af garðinum, þar sem fólk liggur bara í sólbaði, að grilla eða að spila tónlist. Staður sem nær alveg inn á uppáhaldsstaðalistann minn hérna í Berlín. Hugsa að ég eigi eftir að eyða mörgum sunnudögunum þar. Varð þó stundum dáldið pirruð á markaðnum, þar sem ég get aldrei leyft mér að kaupa mér neitt. Sá alveg fullt af glösum og bollasettum, geðveikislega flottum, sem ég fer nú ekki að kaupa, þar sem ég fer eftir 3 mánuði. Minntist á það við Helgu að ég ætti bara að flytja hingað strax eftir útskrift, bara til þess að geta innréttað íbúðina mína af drasli af mörkuðum, og það yrði sko flott íbúð skal ég segja ykkur.
Annars erum við Andi komnar með annað gæludýr í íbúðina okkar. Gleymdi að segja ykkur að hún á naggrís, ótrúlega sætan sem heitir Oscar, og við erum orðnir góðir vinir. En mér kom ekkert sérlega vel við nýja gæludýrið fyrst. Uppgötvaði nefnilega í gærkveldi þegar ég fór inn á klósett að risastór könguló var búin að hreiðra um sig fyrir ofan baðkarið. Leyst ekkert á hana, þar sem ég mundi eftir samskonar könguló fyrir ofan baðkarið okkar í Hollandi þegar ég var 4 ára, man alveg eftir því hvað við Elín vorum hræddar. Ég skildi því eftir miða á hurðinni í morgun- Warning, there is a giant spider in the bathroom!!! Auðvitað svo að Andi yrði ekki hrædd. Komst svo að því ég væri óþarflega hrædd, því þessar köngulær eru meinlausar, en kommon hún er á stærð við hrossaflugu. Andi segir að þessar köngulær séu mjög oft hérna á baðherbergjunum og ég ætti bara að venjast þeim. Ætluðum þó að fjarlægja þessa, en vildum ekki drepa hana, en við náum ekki upp, því hún kúrir lengst upp í loftinu. Svo er því komið að Hans Dieter býr bara þarna, og ég er farin að spjalla við hann þegar ég fer inn á bað. Það er eiginlega bara ágætt, ekkert slæmt að hafa félagsskap þegar maður fer á klóstið og í sturtu.
Annars erum við Andi komnar með annað gæludýr í íbúðina okkar. Gleymdi að segja ykkur að hún á naggrís, ótrúlega sætan sem heitir Oscar, og við erum orðnir góðir vinir. En mér kom ekkert sérlega vel við nýja gæludýrið fyrst. Uppgötvaði nefnilega í gærkveldi þegar ég fór inn á klósett að risastór könguló var búin að hreiðra um sig fyrir ofan baðkarið. Leyst ekkert á hana, þar sem ég mundi eftir samskonar könguló fyrir ofan baðkarið okkar í Hollandi þegar ég var 4 ára, man alveg eftir því hvað við Elín vorum hræddar. Ég skildi því eftir miða á hurðinni í morgun- Warning, there is a giant spider in the bathroom!!! Auðvitað svo að Andi yrði ekki hrædd. Komst svo að því ég væri óþarflega hrædd, því þessar köngulær eru meinlausar, en kommon hún er á stærð við hrossaflugu. Andi segir að þessar köngulær séu mjög oft hérna á baðherbergjunum og ég ætti bara að venjast þeim. Ætluðum þó að fjarlægja þessa, en vildum ekki drepa hana, en við náum ekki upp, því hún kúrir lengst upp í loftinu. Svo er því komið að Hans Dieter býr bara þarna, og ég er farin að spjalla við hann þegar ég fer inn á bað. Það er eiginlega bara ágætt, ekkert slæmt að hafa félagsskap þegar maður fer á klóstið og í sturtu.
1 Comments:
Skila kveðju til Hans Dieter, líst vel á hann :D
Post a Comment
<< Home