Sunday, May 14, 2006

myglun

Er að mygla yfir frímerkjaverkefninu mínu. Að sumu leyti skil ég ekki afhverju ég var að taka þennan kúrs, þar sem ég hef áður lent í grifju frímerkjaíhaldsljónanna, en stundum er maður vitlaus, og gerir sömu mistökin tvisvar. Ekki að ég hafi haft neitt val í fyrra skiptið, en það er önnur saga. Neinei, held ég væri meira að mygla hefði ég ekki tekið þennan kúrs, þar sem mjög lítið er að gera í hinum bekknum mínum, er bara þreytt og pirruð núna, þar sem ég þarf að vera komin áleiðis með verkefnið á morgun. Verst er að ég fæ bara heimskulegar hugmyndir fyrir þetta. Hvernig táknar maður mannréttindi án þess að vera hallærislegur. Auðvitað dettur manni í hug fólk að leiðast, jörðin og blómin, dúfan færir okkur frið o.s.frv. En hvað ætli það séu til mörg frímerki sem líta nákvæmlega þannig út. Held ég fari bara út i eitthvað abstrakt, verst er að það verður einhvern vegin of opið.
Annars var þetta bara fín helgi. Fór með Andi og vinum hennar á Randleiger, klúbb sem hún eyðir miklum tíma á. Staðurinn átti 2ja ára afmæli og var því mikið gaman og mikið fjör. Tónlistin var öll með frumlegasta móti, mikið af impróvæsing og elektró. Og þó þetta væri ekki alveg minn tebolli, þá var mikið stuð og líka gaman að sjá Andi syngja. Hún er nefnilega ansi flínk og er í teymi sem kallar sig "Cheers for fears" og eru þau bara nokkuð góð, verð ég að segja.
Á laugardaginn kom svo Sarianne til berlín og fórum við því saman að djúsa. Fórum fyrst á einhvern kokteilbar sem var hrikalega hallærislegur, en með ódýra kokteila, en svo fórum við á Balkanskagatónlistarpartí sem var alveg stórskemmtilegt. Þetta er svo frábær tónlist og það var svo gaman að dansa. Fólkið var á öllum aldri og allir voru að dansa og allir eitthvað svo glaðir. Ekkert feik og fólk að þykjast vera kúl, bara eintóm gleði. Ætla pottþétt að fara þarna aftur.
Annars hef ég nú verið að fylgjast með júróvísjón, og auðvitað er ég ótrúlega spennt eins og alltaf. Er svo algjör júróvísjónlúði, hata í flestum tilfellum tónlistina en hef alltaf mikla skoðun á öllu. Get meira að segja sagt ykkur það, í fyllsta trúnaði, að ég er búin að sjá norrænu þættina þar sem lögin eru kynnt. Já,ég veit, ég er svo slæm. Horfði á þá á Rúv. Ætla svo að fara í júróvísjón partí hjá ísland-berlín félaginu, en þar munu íslendingar hittast og hvetja hana Silvíu, hlakka mikið til þess. Ausviederschreiben...

1 Comments:

Blogger Esther said...

Þessir norrænu þættir eru hin besta skemmtun. Venjulega er ég sko ekki mikið fyrir norrænt sjónvarpsefni (að íslensku undanskildu) og ekki einu sinni það mikið fyrir Júróvissjon. Þetta fólk er bara svo óttalega skondið eitthvað.

16 May, 2006  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker