Thursday, May 11, 2006

gaman í gær

Dagurinn í gær var bara bráðskemmtilegur. Byrjaði daginn á þýskukennslu, sem er alveg stórskemmtileg. Þýskukennarinn okkar er svo hress og frábær. Lítur nákvæmlega út eins og þýskukennarar gera, svona gamall, týpískur þýskur karl í beislituðum jakka og skyrtu. Hann fór svo með okkur erasmsu nemendurnar á "4.berlin biennale fur zeitgenössische kunst"- Von Mäusen und Menschen. Mjög stór sýning sem er í gangi hérna. Fengum ókeypis því við fórum með skólanum, en þetta er svo stórt, þannig að við getum notað miðann í viku í viðbót. Þetta var bara mjög skemmtilegt, fórum í gær á sýningu sem var haldin í fyrrum gyðingastúlknaskóla. Húsið var ótrúlega flott, mjög hrátt, og húsið var í rauninni hluti af sýningunni. Um kvöldið fórum við Andi svo á tónleika á Kaffee Burger. Ekkert stórir tónleikar og heldur ekkert sérstakir. Ein hljómsveitin var samt mjög fyndin, hún átti ekki að vera það, en mér fannst hún mjög fyndin- Sister Chain and brother John. Karl sem spilaði á gítar og kona sem söng. Voru samt eitthvað svo klysjuleg og asnaleg greyin, þetta var líka pínku lítið svið, en konan var alltaf eins og hún væri að syngja fyrir 5000 manns í einhverri tónleika höll. Mjög amerísk, ótrúlega löng og mjó og í svörtum fötum. Þau minntu mig og Andi mjög mikið á kóngulóna okkar, hann Hans Dieter, bæði í útliti og hreifingum. Þau hefðu kannski átt að kalla hljómsveitina sína Hans Dieter, held bara að það væri flottara nafn á hljómsveit. Annars er "letidagur" hjá mér í dag, þarf ekki að fara í skólann fyrr en kl 6, en þarf samt að vinna. HEld ég komi mér bara fyrir út á svölum með tölvuna og skapi eitthvað meistaraverk.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker