Saturday, May 06, 2006

Dýragarðsferð

Í morgun lagði ég af stað í Den neu national gallery til að sjá Melancholie sýninguna og hitta Tönju og vinkonu hennar. En nei, þegar við komum er um 300 metra löng röð til að sjá eina anskotans sýningu. Við ákváðum því að sleppa því og fara í Dýragarðinn í staðinn. Svo vill til að ég hef aldrei fyrr farið í dýragarð, ef frá er talin Húsdýragarðurinn heima. Þetta var því stórkostlega skemmtilegt fyrir mig, og þó stelpurnar skemmtu sér vel, þá held ég að þeim hafi fundist fyndnast að sjá mig umbreytast í 6 ára krakka í dýragarðinum í fyrsta skiptið.
Það var alveg fullt af dýrum þarna, og var ég ótrúlega hissa að sjá hvað sum dýrin voru miklu stærri en ég hélt og önnur minni. Ekkert að marka sjónvarpið, get sagt ykkur það. T.d eru hýenur geðveikt stórar, hélt þær væru ca á stærð við hund, en nei, þá eru þær á stærð við rollu með geðveikt stóran haus. Ekkert skrítið að Simbi og félagar væru skelkaðir. Samt má segja að við höfum séð Melancholie að vissu leyti, dýrin voru svo ótrúlega óhamingjusöm til augnanna, föst í einhverju búri. Sérstaklega einn Órangúti, fékk alveg fyrir hjartað að sjá hann.
Annars var veðrið mjög gott og ég er ekki frá því að ég hafi nælt mér í smá lit, þó ekki nema ímyndaðan lit. Vorum í dýragarðinum í 4 tíma og löbbuðum ótrúlega mikið. Vorum alveg uppgefnar eftir þetta. Held samt að ég sé komin með geðveikt sterkar lappir síðan ég kom hingað, búin að labba svo miklu meira en heima. Þarf bara að fara að labba á höndum, væri alveg til í að styrkja hendurnar í stíl við fæturnar :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker