Monday, February 04, 2008

aldrei aftur Wisnówki!

Gleðilegan bolludag! Segir rjómabollulausa manneskjan í KRaká :(
Var í aðal skriflega prófinu í dag í pólsku. Held mér hafi gengið ágætlega, maður veit aldrei með svona, maður gerir stundum svo miklar klaufavillur. En ég held að þetta hafi verið í lagi. Bara eitt próf eftir, og það er munnlega prófið á morgun. Ætla ekki að fríka út af stressi eins og seinast!
Auðvitað hefði ég átt að vera að heima og læra alla helgina, en það var víst ekki þannig. Málið er að 4 bestu vinir mínir hérna eru að fara í vikunni, þannig að þetta var seinasta helgin okkar saman. Fórum á B-side á föstudaginn, og þar dansaði ég eins og brjálæðingur. Alltaf svo gaman þar.
Á laugardaginn var grímudansleikur í skólanum. Bjó mér til rosa fína fjaðragrímu. Ballið var ágætt, ekkert spes, ef ekki hefði verið fyrir mikið magn af wisnówki sem við drukkum til að þrauka. ÞEtta var svona samkvæmi fullt af pólskum samkvæmisleikjum. Er nú ekkert rosa mikið gefin fyrir það, en hei, it´s Poland. Fyndnast var þegar Dan ákvað að hann yrði að verða kóngur ballsins og dró stelpuna úr dómnefndinni með sér í brjálaðan dans. En málið er að hann kann virkilega að dansa svona samkvæmisdansa, og stelpan varð sennilega ástfanginn af honum fyrir lífstíð. Þetta var eins og eitthvað atriði í bíómynd, en hei, þetta virkaði og hann fékk glimmer kórónu. Jeiii.
Annars er ég komin með lyklana af nýju íbúðinni og flyt á morgun eða hinn. Jibbí. No more Zazcek!

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með nýju íbúðina.
Kv. Anna Gulla

05 February, 2008  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker