Monday, February 11, 2008

dægradvöl

Fór í gær í bíó með Miriu á myndina Atonement. Rosalega góð mynd, ofurdramatísk og sorgleg, en myndin er visually svo ógeðslega flott og vel gerð. Mæli með henni. Annars var gærdagurinn í heildina ferlega afslappandi og góður. Búið að vera svo mikið að gera hjá mér undanfarið, að ég naut þess að geta hangið bara heima og gert EKKERT. Í kvöld er ég að fara að í matarboð hjá Ewelinu í Zazcek og þá verð ég að kveðja Francesco líka. Sá seinasti sem ég þarf að kveðja í bili. Tekur alveg á, að vera alltaf sívælandi og segja bless. Fer svo á morgun til Amsterdam, þannig þetta er seinasta færslan í viku. bæbæ

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Góða ferð sæta og njóttu þín.

Leiðinlegt að þurfa alltaf að vera að kveðja.

Hafðu það gott !!

Knús

Gyða

11 February, 2008  
Anonymous Anonymous said...

Hljóðvinnslan er líka svo frábær... og svo er James McAvoy líka einhver sem afskaplega auðvelt er að elska út af lífinu :o)

11 February, 2008  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker