Wednesday, February 20, 2008

amsterdam, skóli og ikea

Komin heim frá Amsterdam. Rosa skemmtileg og notaleg ferð. Leigði mér hjól, þannig að ég hjólaði ótrúlega mikið, ásamt þvi að kíkja á stöku söfn og fullt af mörkuðum. Keypti smá, bara pínku...eða kannski aðeins meira en ég ætlaði mér. En hei, sumir skór eru bara of flottir!
Fór svo í skólann í dag. Mér til mikillar óánægju þá er ég með nánast sama fólkinu í bekk. Fyrir utan bestu vinkonu mína í bekknum, Sarah, en hún er í aðeins klárari bekk. Sérstaklega fannst mér pirrandi að þær tvær manneskjur sem fara mest í taugarnar á mér í bekknum, eru með mér aftur núna. Eru eitthvað svo óendanlega lengi að svara öllu, fæ alveg gæsahúð af pirringi. Ekki gott.
Annars fór ég í Ikea í dag og keypti mér rúm. Því miður er það ekki sent til mín fyrr en í fyrramálið, en ég veit að ég á eftir að sofa betur í nótt, vitandi að það sé seinasta nóttin í hryllingsrúminu. Keypti mér æðislegt rúm, boxdínu með yfirdínu, 160cm. Draumur í dós, og það á tæplegan 15000 kall. Sá að það var talsverður munur á verði, í Ikea í Póllandi og heima. Munaði 10000 kr, bara á boxdínunni. Sjálfsagt talsvert meira, ef ég bæti öllu hinu við. Keypti smá meira líka í Ikea...hei, nenni ekki alltaf að vera að fara þangað!
En allavega, ætla að horfa á fyrsta þáttinn af nýju seríunni í Skins. Þætti sem eru ooooof góðir og fáránlega fyndnir. Mæli með þeim.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker