Thursday, February 07, 2008

chaaangessss

Sit hérna og blogga í fyrsta skiptið frá nýja herberginu. Flutningarnir áttu sér stað í gær, en ég kláraði að þrífa herbergið mitt og skila því af mér í Zazcek í dag. Er nú bara nokkuð ánægð í nýja herberginu mínu, fyrir utan það að hlakka til að mála það og gera það fínt. Og, mig vantar nýtt rúm. Hef aldrei sofið á eins óþægilegu rúmi á ævi minni, berlínardínan var virkilega þægileg við hliðina á þessum gormaskratta. Var bara lurkum laminn og ÞREYTT eftir að sofa. Ætlaði að láta þetta duga í einn mánuð, en held ég verði að gera eitthvað í þessu.
Annars hafa seinustu 3 dagar verið ansi viðburðarríkir. Kláraði skólann, fékk fínar einkunnir, meira að segja 4 fyrir að tala(það er eins og 8 á íslandi). Í gær var seinasta kvöldið okkar vinanna allra saman, því að Dan og Gaby fóru í dag. Auðvitað var ætlunin að það yrði rosa gaman, en allir voru bara leiðir og þunglyndir. Kvaddi þau svo í dag, og auðvitað grenjaði ég úr mér augun. Því búinn að vera frekar emotional dagur, og kvíðir nú bara fyrir að þurfa að kveðja Nelly og Francesco um helgina. Annars vil ég bara segja að ég er rosa stolt af littlu syss, sem var að ná verklega prófinu í Rafvirjun! jeiiiii...

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með nýju íbuðina og einkunnirnar! Ertu ekki búin að henda nasistarúminu? :)

Hebbi

P.S Mamma vill vita nýja símanúmerið.

09 February, 2008  
Anonymous Anonymous said...

til hamingju Fanney. Svo er það bara holland! Hlakka til að sjá þig.

ingunn

10 February, 2008  
Anonymous Anonymous said...

Hamingjuóskir, bæði til þín og þinnar systur :o)

11 February, 2008  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker