Undur og stórmerki
Fór í gær í partí með Agnieszku og ótrúlegt en satt, þá hitti ég virkilega kúl pólskt fólk. Var hætt að halda að það væri til. En segi svona, partíið var haldið í 4ra hæða húsi þar sem margir leigja herbergi og eiga þau til að halda stór partí þar sem allir bjóða vinum sínum og kunningjum. Það var því mjög fjölskrúðugur hópur og alvöru dj-ar, sem spiluðu meira að segja fína tónlist. Bara mjög skemmtilegt kvöld.
Annars er ég bara búin að vera ferlega löt um helgina og legið mikið í rúminu og horft á project catwalk. Jeiii. Alltaf svo gaman að því.
Alex hringdi aftur í mig í dag. Hún gefst ekkert upp stelpan. FInnst ég svo vond, en ég nenni bara ekki að hanga með henni. Laug upp einhverju verkefni sem ég væri að vinna að... En núna er ég búin að seiva númerið hennar, þannig að ég get bara sleppt því að svara næst. Bara svo óþægilegt, afhverju á ég að vera að eyða mínum frítíma með fólki sem fer í taugarnar á mér? Það er einhver handa öllum, hún hlýtur að geta fundið sér aðra vini.
Í tilefni konudagsins fór ég með Miriu og Ewelinu á mega chick-flick- 27 dresses. Eiginlega bara mjög sæt og skemmtileg mynd :) En jæja, ætla að halda letinni áfram. pa pa
Annars er ég bara búin að vera ferlega löt um helgina og legið mikið í rúminu og horft á project catwalk. Jeiii. Alltaf svo gaman að því.
Alex hringdi aftur í mig í dag. Hún gefst ekkert upp stelpan. FInnst ég svo vond, en ég nenni bara ekki að hanga með henni. Laug upp einhverju verkefni sem ég væri að vinna að... En núna er ég búin að seiva númerið hennar, þannig að ég get bara sleppt því að svara næst. Bara svo óþægilegt, afhverju á ég að vera að eyða mínum frítíma með fólki sem fer í taugarnar á mér? Það er einhver handa öllum, hún hlýtur að geta fundið sér aðra vini.
Í tilefni konudagsins fór ég með Miriu og Ewelinu á mega chick-flick- 27 dresses. Eiginlega bara mjög sæt og skemmtileg mynd :) En jæja, ætla að halda letinni áfram. pa pa
1 Comments:
Hæj hæj, bara ad kvitta fyrir mig:D kíkji stundum hérna inn- og vá hvad ég skil thetta med thessa stelpu, er alveg í sama situation hérna.. kvedja Eydís Ósk
Post a Comment
<< Home