Thursday, February 14, 2008

Amsterdam 1

Búin að vera 2 daga í Amsterdam og mig langar nú bara að búa hérna. Allavega einhvern timan. Svo ótrúlega fallegt, en samt rólegt og næs. Líka fullt af skemmtilega skrítnum húsum og búðum. Svaka gaman.
Ferðalagið frá Krakow gekk bara vel, fyrir utan það að ég lenti í smá kröggum í Eindhoven. Málið var að ég var svo veik nóttina áður en ég fór, að ég náði ekki að skipta zlotiunum mínum í evrur. Ætlaði þá bara að skipta þeim í Eindhoven, enda bjóst ég við því að það væri banki þar. En nei, svo var ekki, ég því peningalaus í Eindhoven og LÍN ekki búnir að borga inn á debetkortið mitt og rútan að fara eftir hálftíma. Mjög gott að eiga systir á Íslandi sem var tilbúin að hlaupa út í banka til að redda mér. Því miður er búið að vera algjört rugl hjá LÍN, þannig að ég er ekki enn búin að fá pening. Að sumu leiti gott, því að ég hefði sennilega eytt um 20000 kalli í eitthvað rugl í dag. Búin að sjá svo mikið flott :)
Fór í gær í Van Gogh safnið, rosa gaman, fyrir utan endalaust mikið af túristum og nemendum sem voru búnir að planta sér fyrir framan málverkin og voru að teikna einhverjar viðvaningslegar eftirhermur. Við Ingunn og Gummi fórum svo í gærkveldi í bíó að sjá Sweenie Todd. Myndin var sýnd í bíói sem er það langflottasta sem ég hef séð á ævi minni. Alveg upprunalegt í art nouveau-stíl. Algjört ævintýri og passaði mjög vel fyrir þessa mynd, sem er mjög skemmtileg og flott. En allavega, Ingunn komin heim, þannig að við verðum að leggja á ráðin fyrir kvöldið :)

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hæhæ þú sendir mér í dag sms um að hringja í þig, en ætla að láta þig vita að það er víst ekki hægt, er búin að reyna í allan dag. .þannig að ef það er hægt að ná í þig í annað númer sendu mér það þá í smsi og ég hringji ef það er eitthvað sem þér liggur á hjarta :D

þin elskulega systir

14 February, 2008  
Anonymous Anonymous said...

hæ sys..hurru reyndu eins og þú getur að komast í síma og hringja í mömmu það er mjög áríðandi. í sambandi við LÍN...vona að þú sjáir þetta...
kveðja Elín

15 February, 2008  
Anonymous Anonymous said...

Buið að redda. Ekkert vesen með LÍN.

Hebbi

15 February, 2008  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker