Wednesday, February 27, 2008

ammli

Ákvað að challenga sjálfri mér smá og prófaði nýjan bekk í þessari viku. Málið er að eftir prófin var okkur raðað í bekki eftir getu. Ég var sett í A2-1 sem er næsta level á eftir A1 sem ég var í. En sumir voru settir í A2-3 sem er aðeins hraðara farið yfir efnið. Málið er að mér finnst A2-1 bara alltof hægur, þannig að ég prófaði hinn bekkinn sem mér lýst rosa vel á. Leiðist ekki eins mikið, því ég læri svo mikið nýtt, og farið mikið hraðar yfir efnið. Vona að ég fái að halda áfram í þeim bekk, því að þó ég þurfi að vinna meira, þá á ég eftir að læra mikið meira á því. Fer samt allt eftir kennurunum, eru eitthvað efins um okkur, þó ég skilji ekki afhverju, finnst hitt fólkið ekkert klárara.
Allavega, í gær átti Miria afmæli. Af því tilefni var haldin smá "samkoma" heima hjá mér, drukkum vodka og ég bakaði köku. Þetta er án efa ljótasta kaka sem ég hef á ævi minni bakað, en vá, hún var bara rosalega góð. Gerði skúffukökubotninn hennar mömmu, setti svo rjóma og perur og svo marengs á toppinn. Svo bjó ég til eitthvað fáránlega gott súkkulaðikrem úr marsi, súkkulaði, smjöri, eggjarauðum og mjólk. Namminamm. SLó bara í gegn, þó ég segi sjálf frá.
Piotrek er svo ekkert að kvarta yfir okkur Agnieszku þar sem við erum báðar með bökunaræði. Hún er alltaf að baka þessi fáránlega góðu rúnstykki, og ég búin að vera í sætabrauðinu. Er svo ótrúlega ánægð með þau bæði sem meðleigjendur, erum að verða rosa góðir vinir. Piotrek er frá Wroslaw og jazzbandið hans er að spila um helgina, þannig að hann bauð mér að koma í heimsókn. Fer því til Wroslaw á föstudaginn, verð samt sennilegast bara eina nótt. En það verður gaman að prófa að fara til einhverjar aðrar borgar. Hef svo lítið séð af Póllandi. En jæja, ætla að leggja mig smá fyrir leikhústímann minn í kvöld :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker