Monday, September 10, 2007

og það var ljós

Hringdi í tungumálaskólann, og svo virðist sem að fólk sé ekki að flykkjast þangað í stórum hópum eins og ég hélt, þannig að ég á vísan stað. Fæ sendar betri upplýsingar í vikunni, einnig um hvort ég hafi fengið húsnæði. Er fegin, bæði nenni ég ekki að finna annan skóla, og svo líst mér bara vel á þennan. ÞEtta er eitthvað center fyrir pólsku og pólska menningu í gegnum háskólann: Jagiellonian university, sem er by the way næstelsti skólinn í mið evrópu, frá 1300 og eitthvað. Þangað koma bæði útlendingar sem vilja læra málið, og líka pólverjar sem eru að stúdera allt pólskt voða mikið og jafnvel þeir sem ætla að verða kennarar í því. Þannig að örugglega ágætis staður. Líka í gegnum háskólann, þannig að það er möguleiki á góðu félagslífi-ég er einföld.
Annars halda teikniþrælabúðirnar áfram, tók mér þó smá frí frá því í gær og fór að sjá Abbababb. Sem sé ekki beint frí heldur research ;) ELín kom með mér og við skemmtum okkur ljómandi vel. Finnst samt yfirleitt frekar ógeðslegt að sjá fullorðið fólk leika börn, en skil samt sem áður tilganginn í því. Held að þessi bók eigi eftir að seljast ansi vel, allavega voru krakkarnir ferlega spenntir á leikritinu. Hvet alla til að kaupa sér eintak og finna barnið í sjálfum sér( ég fæ líka helminginn af höfundarlaununum, þannig að þetta væri fyrir góðum málstað).
Annars er skuggalega stutt þangað til ég fer, um ein og hálf vika. Veit ekki hvernig ég á að ná á þeim tíma að teikna glás af myndum, flytja og hitta fjölskyldu og vini. En það tekst einhvern veginn.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker