Friday, September 21, 2007

á flugvellinum

Já, þá er komið að því, er í ferlinu að flytja af klakanum. Fluginu var seinkað, þannig að ég er núna upp a flugvelli að drepa tímann. Seinustu dagar hafa verið alltof stressandi. Bæði við að klára verkefni, sem eru nú ekki alveg búin, en þó að mestu. Fór í starfsmannapartí á miðvikudagskvöldið og það var ljómandi skemmtilegt. Enda mikið af yndislegu fólk að vinna í Eymundsson. Fékk svo þessa fínu kassa þar, og drattaðist með þá heim til mín klukkan þrjú um nóttina. Vaknaði svo þunn klukkan 7 um morguninn þar sem ég hamaðist með seinustu myndina fyrir Abbababb(lenti smá í vandræðum með að teikna kveikþráð sem var búið að slökkva, heimskulegt I know!). Fékk svo far með Hebba til að ganga frá bankamálum og fara svo á fund í sambandi við uppsetningu á Abbababb bókinni. Líst vel á konuna sem setur hana upp, þannig að ég held ég geti andað léttar. Fæ samt alveg að fylgjast með og hafa puttana í þessu. Svo komst ég að því að nafnið mitt verður á forsíðunni líka,dáldið gaman. Hef aldrei verið á forsíðu áður. En svo eftir fundinn klukkan 11. Þá hófst maraþonið við að PAKKA niður herberginu mínu. Jebb, byrjaði ekki á því fyrr en í gær. Átti eftir að setja allt í kassa, og sortera fötin mín, sem eru alltof mörg. Svo hafði ég líka trassað þvottinn, þannig að ég þvoði 4 vélar í gær! En fyrir betur fer tekur Elín flest öll húsgögnin mín, plús að við gerðum svona fínan díl að hún myndi þrífa herbergð mitt í skiptum fyrir rúmið. Þannig að ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af því.Annars var dáldið erfitt að kveðja alla, sérstaklega Ellu littlu sem fór meira að segja að gráta. En það er stutt í að ég komi í heimsókn, kem nú í jólafríinu, þannig að það eru bara þrír mánuðir. Allavega, ef einhver er ennþá að lesa, þá bara: leiðinlegt að hafa ekki náð að kveðja alla!

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Góða ferð Fanney!Vonum að allt gangi að óskum og að við fáum brátt að heyra þig tala pólsku:)
Vertu dugleg við að blogga svo við fáum fréttir af þér!
Saknaðarkveðjur:
Gunni og Gudda

21 September, 2007  
Anonymous Anonymous said...

sakna þin strax dúllan min þannig vertu dugleg að blogga :D og senda mér email :D
kveðja Ella litla systir

21 September, 2007  
Anonymous Anonymous said...

Góða ferð! Og gangi þér vel!
Ég á sko eftir að kaupa abbababb bókina :D

23 September, 2007  
Blogger Unknown said...

Gott gengi í útlandinu ;o) Hlakka til að fjárfesta í Abbababb...þú getur svo skrifað reynslusögu um hvernig er að vera Covergirl ;o)

23 September, 2007  
Anonymous Anonymous said...

Ertu komin til Kraká? Ég hlakka geðveikt til að kaupa Abbabbabb bókina...

24 September, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker