Sunday, September 30, 2007

íslenskir stafir

Takið eftir, bloggfærsla með íslenskum stöfum. Já, það er sko ótrúlega hentugt að deila herbergi með tilvonandi tölvunarfræðingi. Annars er ég farin að venjast hryllingsbælinu, það er vont en það venst. Líka svo mikið betra eftir að internetið er komið í hús. Ótrúlegt hvað það gerir mikið, maður verður ekki jafn einmana, einn lengst í burtu í útlöndum. Mér finnst ég svo miklu nær. Annars er Ilona(ekki Anna eða Alana) bara mjög fín stelpa. Erum farnar að kynnast, og hún hefur búið á Zazek áðr, þannig að hún veit hvernig allt virkar. Hún og vinir hennar hafa líka verið dugleg að kenna mér pólsk blótsyrði. Það er ansi flott að blóta á pólsku, maður hljómar svo miklu reiðari heldur en maður er. Sem er gott, sérstaklega þegar maður er að labba yfir götu. Umferðin hérna er svo stórhættuleg, ég myndi aldrei þora að hjóla eða keyra hérna. Nógu svakalegt að vera labbandi. Bílarnir stoppa ekki á gangbrautum, varla þegar það er grænn karl. Þannig að maður þarf að bíða eftir að fleira fólk sé að reyna að komast yfir götuna og þá geta margir í einu arkað yfir. Erfiðara fyrir bílana að ignora það. En fyrir betur fer er ansi mikið af labbandi fólki hérna. Mikið af nemendum. Þegar ég kom hérna í júlí þá voru göturnar fullar af miðaldra túristum, en núna hefur meðalaldurinn lækkað um helming. Svo mikið af háskólum hérna. Það er talað um að í Kraká séu um 800.000 manns, en á veturnar fer fjöldinn upp í ca 900.000 út af öllu háskólafólkinu. Það verður pottþétt rosa gaman hérna í vetur. Já, ég er talsvert jákvæðari í dag, enda er skólinn að fara að byrja á morgun...spennó! Og svo er ég að skila því seinasta fyrir Abbababb. Þurfti að laga nokkrar myndir betur að textanum og gera kápuna og svona. EN þetta er að verða búið, bara núna!

3 Comments:

Blogger Sölvinn said...

Það er gaman að fylgjast með þér, ég les hvern póst tvisvar. Jei!

Vildi bara það fylgdu myndir með.

30 September, 2007  
Anonymous Anonymous said...

Ohhh... ég sakna þín svo mikið;( Takk fyrir númerið, hringi bráðlega
kv Aðalbjörg

01 October, 2007  
Anonymous Anonymous said...

gott að allt sé að lagast hjá þér:D sakna þin óendanlega...

01 October, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker