Saturday, September 08, 2007

Afköst

Var rosalega dugleg í dag. Var að enda við að skila af mér þremur myndum fyrir Abbababb. Sem er mikið, fyrir þennan stíl sem ég er að vinna þetta í. En forlaginu finnst ég sennilega hafa verið ennþá afkastameiri í dag, því í morgun skilaði ég af mér tveimur myndum sem ég vann í gær, þannig alls fimm myndir yfir daginn. En það er gott, því að ég held að ég sé að stressa alla. Deadlinið er eftir rúmlega viku. Lots to do. Er bara búin að vera í svo miklu veseni fyrir Mary Higgins Clark kápuna, en því er öllu lokið núna. Á að vera á leiðinni til Finnlands í prentun as I speak.

Fólk áttar sig ekki alltaf á því hvað það er mikið álag að þurfa að vera skapandi alla daga. Sumir halda að þetta sé bara eitthvað dúllerí, dunda sér við að lita og teikna. En þetta er ferlega stressandi, að þurfa að vera alltaf í stuði til að teikna og fá hugmyndir og gera það vel. Fyrir utan stressið við að gera þetta nógu vel til að það seljist. Allavega, er búin að skrifa orðið stress ansi oft í þessari færslu, finn líka stresshnútana í öxlunum við það að skrifa þetta. En ég fæ þó smá pásu á morgun. Það er verið að "frumsýna" Abbababb aftur og mér er boðið. Verður örugglega gaman því að ég er búin að hlusta svo mikið á diskinn, þannig að ég kann öll lögin utan að. En jæja, ætla að verðlauna mig með einhverjum sjónvarpsþætti fyrir svefninn.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker