Sunday, September 16, 2007

Fransmenn

Tók mér frí frá teikniríinu um daginn til að...teikna mynd af hljómsveitinni Reykjavík! Þeir voru með svona teiknikeppni á myspace, þar sem að maður átti að teikna mynd af þeim og pósta sem commenti á síðuna þeirra, og flottasta myndin fengi miða á Frans Ferdinand á Organ. Þar sem við vorum bara þrjú sem tókum þátt, þá voru sigurlíkurnar ansi góðar, enda vann ég. Hérna er myndin:



Ragna og vinkona hennar Ragna komu því til mín í gærkveldi og fórum við svo saman á tónleikana. Þar hittum við Kristínu og Heiðu og aðra Kristínu(það er svo þægilegt þegar það eru svona fá nöfn í gangi). Tónleikarnir voru stórskemmtilegir, þó ég myndi vilja sjá meira, en dansaði bara meira í staðinn fyrir að vera að glápa dáleidd. Eins og fólk gerir oft á tónleikum. Allavega, svo var KGB að dj-ast á eftir, þannig að það var mikið dansað þetta kvöld. Líka svo mikið gólfpláss á Organ, sem er svo skemmtilegt. En núna er ég bara þunn, að reyna að klára þessar myndir fyrir morgundaginn.

1 Comments:

Blogger Unknown said...

KGB? hver er það? :op

23 September, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker