Sunday, September 02, 2007

töskustuldur

Ákvað að taka mér aðeins frí frá vinnunni og skella mér út í gærkveldi. Fór með Kristínu og Hörpu á Prikið og þar var mikið dansað. Svo mikið dansað, að einhver náði að stela töskunni minni! Ég varð bara dáldið miður mín, ekki það að það sé eitthvað óbætanlegt í töskunni- síminn minn er hálfónýtur en öll númerin mín eru þar að sjálfsögðu. Það var ekki mikill peningur í veskinu og ég lokaði kortinu mínu strax, en þar er fullt af nafnspjöldum og hlutum sem ég nota. Og svo voru það náttla allir lyklarnir mínir. Vona bara að manneskjan sem stal töskunni minni fari ekki að ræna heimili mitt líka, því það er frekar einfalt að finna út heimilisfangið manns með netinu. Svo er það taskan mín, sem er slitin og drusluleg, en mér þykir gífurlega vænt um hana og hef varla tekið hana af mér i 6 ár. Þannig að manneskjan græddi ekkert, en ég tapaði nánast líkamspart. Ömurlegt að einhver skuli gera annari manneskju þetta! Stundum hata ég fólk.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

æjj ömulegt :O( ég held að allir sem þekkja þig viti hvaða taska þetta er...hún var nánast samvaxin þér!! en til að bæta þetta aðeins þá ætla ég að mynna þig á að símanúmerið mitt er 868-2510 ;O)
kv. kristín (fásk.)

03 September, 2007  
Anonymous Anonymous said...

Já það er satt, þessi taska var hluti af þér. Settu svo nýja númerið þitt inn hérna svo ég fái það, en mitt er 847 8141

04 September, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker